Innlent

Nauðlenti á leið frá Keflavík til Madrídar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Að sögn íslensks farþega um borð í vél Norwegian Air voru sex til sjö Íslendingar í vélinni til viðbótar.
Að sögn íslensks farþega um borð í vél Norwegian Air voru sex til sjö Íslendingar í vélinni til viðbótar. Vísir/Getty
Flugvél norska flugfélagsins Norwegian Air var nauðlent á flugvellinum í Birmingham á Englandi í dag. Vélin var á leið frá Keflavíkurflugvelli til Madrídar og þurfti að nauðlenda henni vegna sprungins dekks, að sögn upplýsingafulltrúa flugfélagsins.

152 farþegar voru um borð í flugvélinni, að því er fram kemur í frétt á vef Coventry Telegraph, en slökkvilið tók á móti henni er hún lenti í Birmingham. Þá þurfti að loka flugvellinum um stund í kjölfar atviksins. Engan sakaði við lendinguna.

Halldóra Ana Purusic, farþegi í vélinni, sagði í samtali við Mbl.is í dag að farþegar hefðu allir orðið mjög hræddir og einhverjir byrjað að gráta þegar áhöfnin tilkynnti þeim um að lenda þyrfti vélinni í Birmingham.

Þá sagði Halldóra að sex til sjö Íslendingar til viðbótar hefðu verið um borð í vélinni, sem tók á loft í Keflavík um klukkan 9:30 í morgun, en megnið af farþegunum hefði verið Spánverjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×