Fótbolti

Messi: Mér líður ömurlega

Dagur Lárusson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. vísir/getty
Lionel Messi, leikmaður Argentínu, segir að honum líði illa með það að hafa klúðrað víti gegn Íslendingum í gær.

Eins og flest allir ættu að vita þá gerði Ísland 1-1 jafntefli við sterkt lið Argentínu í gær en um miðbik seinni hálfleiksins fengu Argentínumenn víti sem Messi tók en lét Hannes Þór verja frá sér.

„Já þetta hefði breytt handritinu, þetta var það sem við þurftum,“ sagði Messi.

„Mér líður augljóslega ömurlega með að að hafa klúðrað þessu víti. Þeir hefðu opnað sig aðeins meira og við hefðum fengið því meira pláss. Mér líður eins og það sé mér að kenna að við fengum ekki þrjú stig. Ég er alveg viss um það að hefði ég skorað þá hefði það breytt öllu.“

Messi segist þó ennþá vera vongóður varðandi HM.

„Þrátt fyrir þetta erum við ekki búnir að missa vonina, við erum ennþá með sama vilja. Við vildum taka þrjú stig, gátum það ekki og núna munum við bara byrja að hugsa um Króatíu.“    


Tengdar fréttir

Messi: „Við áttum skilið að vinna“

Lionel Messi, fyrirliði argentíska landsliðsins, gat ekki leynt vonbrigðum sínum þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn gegn Íslandi á viðtalssvæði blaðamanna á Spartak-vellinum í Moskvu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×