Innlent

Hafa grafið út hálfa leiðina undir Hrafnseyrarheiði

Gissur Sigurðsson skrifar
Grafið fyrir jarðgangamunna í botni Arnarfjarðar síðastliðið sumar. Fjær sést í Mjólkárvirkjun.
Grafið fyrir jarðgangamunna í botni Arnarfjarðar síðastliðið sumar. Fjær sést í Mjólkárvirkjun. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Verktakar við jarðgangagerð á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar á Vestfjörðum náðu þeim áfanga í dag að hafa grafið út hálfa leiðina undir hina illræmdu Hrafnseyrarheiði, sem jafnan er lokuð yfir veturinn vegna ófærðar og mikillar snjóflóðahættu.

 

Það má segja að allt frá fyrsta degi hafi verkið gengið að óskum og er verkið um það bil á áætlun að sögn Karls Garðarssonar, verkstjóra Suðurverks, á staðnum.

Karl segir aðspurður að Dýrafjarðarmegin við göngin búist menn við ekki alveg jafn góðri jarðfræði.

„„Við teljum okkur vita, eigum við ekki að orða það þannig, að við búumst við Dýrafjarðarmegin að það verði ekki sambærileg eða jafn góð jarðfræði þannig að við eigum svona erfiðari hjalla myndi ég telja eftir,“ segir Karl.

Hann segir vatn sem hafi komið út úr göngunum við framkvæmdina hvorki mikið né lítið. Eitthvað hefur þó verið um það en vatnið hefur ekki valdið töfum.

Að sögn Karls verður farið upp í að grafa um það bil 70 prósent af göngunum frá Arnarfirði og er í haust stefnt að því að fara yfir í Dýrafjörð og byrja þar.


Tengdar fréttir

Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði

Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×