Erlent

Þrír menn urðu fyrir lest í Lundúnum

Sylvía Hall skrifar
Lögreglumaður tjáir sig við fjölmiðla á Loughborough Junction lestarstöðinni í dag þar sem slysið átti sér stað.
Lögreglumaður tjáir sig við fjölmiðla á Loughborough Junction lestarstöðinni í dag þar sem slysið átti sér stað. Vísir/Getty
Þrír menn létust eftir að hafa orðið fyrir lest í suðurhluta Lundúnaborgar í dag. Mennirnir eru taldir vera á þrítugsaldri og voru úrskurðaðir látnir á staðnum. BBC greinir frá.

Nærri líkum mannanna fundust spreybrúsar og rannsakar lögregla hvort um sé að ræða svokallaða „graffiti“-listamenn. Unnið er að því að bera kennsl á líkin, en aðeins hefur verið borið kennsl á eitt þeirra. 

Það var lestarstjóri annarrar lestar sem kom auga á líkin og segir lögregla mennina hafa verið látna í nokkurn tíma áður en viðbragðsaðilar mættu á vettvang. Þá telur lögreglan það vera líklegt að atvikið hafi átt sér stað í nótt þegar mannlausar lestir með varning innanborðs eru oftar á ferðinni.

Yfirvöld rannsaka nú tildrög slyssins, en ekki er búið að fá staðfest hvaða lest það var sem keyrði á mennina. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, hefur tjáð sig um slysið og segist votta aðstandendum mannanna samúð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×