Eins nálægt alsælu og þú kemst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júní 2018 10:30 Freyr Alexandersson þjálfar kvennalandsliðið en hefur í nógu að snúast á Heimsmeistaramóti karla í Rússlandi. Vísir/Getty Auk þess að vera þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta starfar Freyr Alexandersson einnig fyrir karlalandsliðið, sem yfirleikgreinandi. Hann var með mótherja Íslands á laugardaginn var, Argentínu, á sinni könnu. „Þetta var fyrst og fremst framkvæmd strákanna. Ég get sagt hvað sem er en ef þeir framkvæma hlutina ekki eins og þeir gerðu gegn Argentínu lít ég út eins og asni,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið. Auk hans eru sænski reynsluboltinn Roland Andersson, Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ, og Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-17 ára liðs karla, í leikgreiningarteymi karlalandsliðsins. Að sögn Freys var vinnan við að leikgreina argentínska liðið umfangsmikil, sérstaklega í ljósi þess að síðan Jorge Sampaoli tók við því fyrir um ári hefur hann notað fjölda leikmanna og mörg mismunandi leikkerfi. „Ég horfði á 12 leiki en fyrir tveimur mánuðum þrengdum við þetta niður í fjóra sem við tókum mest úr,“ sagði Freyr. „Það fór mikil vinna í þetta og þú þarft að undirbúa þig undir hvað sem er. En fyrir viku vissum við nokkurn veginn hvað væri að fara að gerast. Að sjá strákana framkvæma þetta svona er eins nálægt alsælu og þú kemst.“ Meðan á leiknum á laugardaginn stóð sat Freyr í fréttamannastúkunni á Spartak-vellinum með stærðarinnar heyrnartól sem hann notaði til að koma skilaboðum til þjálfaranna á hliðarlínunni. „Ég er með aðeins meiri yfirsýn og reyni að sjá eitthvað sem þeir sjá ekki. Svo skila ég þeim upplýsingum niður til Gumma [Hreiðarssonar] og hann kemur því til Heimis [Hallgrímssonar]. Helgi [Kolviðsson] er svo með spjaldtölvu þannig að við getum sent myndir úr myndavél sem er yfir vellinum. Ef það er eitthvað taktískt sem er hægt að útskýra á auðveldan hátt sendum við það niður. Á sama tíma erum við safna upplýsingum fyrir hálfleikinn,“ sagði Freyr. Hann segir að íslenska þjálfarateymið hafi fengið þetta kerfi og samskiptabúnað fyrst fyrir þremur mánuðum. Frá EM 2016 hafi Freyr hins vegar alltaf verið uppi í stúku í fyrri hálfleik en setið niðri á hliðarlínunni í þeim seinni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjá meira
Auk þess að vera þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta starfar Freyr Alexandersson einnig fyrir karlalandsliðið, sem yfirleikgreinandi. Hann var með mótherja Íslands á laugardaginn var, Argentínu, á sinni könnu. „Þetta var fyrst og fremst framkvæmd strákanna. Ég get sagt hvað sem er en ef þeir framkvæma hlutina ekki eins og þeir gerðu gegn Argentínu lít ég út eins og asni,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið. Auk hans eru sænski reynsluboltinn Roland Andersson, Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ, og Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-17 ára liðs karla, í leikgreiningarteymi karlalandsliðsins. Að sögn Freys var vinnan við að leikgreina argentínska liðið umfangsmikil, sérstaklega í ljósi þess að síðan Jorge Sampaoli tók við því fyrir um ári hefur hann notað fjölda leikmanna og mörg mismunandi leikkerfi. „Ég horfði á 12 leiki en fyrir tveimur mánuðum þrengdum við þetta niður í fjóra sem við tókum mest úr,“ sagði Freyr. „Það fór mikil vinna í þetta og þú þarft að undirbúa þig undir hvað sem er. En fyrir viku vissum við nokkurn veginn hvað væri að fara að gerast. Að sjá strákana framkvæma þetta svona er eins nálægt alsælu og þú kemst.“ Meðan á leiknum á laugardaginn stóð sat Freyr í fréttamannastúkunni á Spartak-vellinum með stærðarinnar heyrnartól sem hann notaði til að koma skilaboðum til þjálfaranna á hliðarlínunni. „Ég er með aðeins meiri yfirsýn og reyni að sjá eitthvað sem þeir sjá ekki. Svo skila ég þeim upplýsingum niður til Gumma [Hreiðarssonar] og hann kemur því til Heimis [Hallgrímssonar]. Helgi [Kolviðsson] er svo með spjaldtölvu þannig að við getum sent myndir úr myndavél sem er yfir vellinum. Ef það er eitthvað taktískt sem er hægt að útskýra á auðveldan hátt sendum við það niður. Á sama tíma erum við safna upplýsingum fyrir hálfleikinn,“ sagði Freyr. Hann segir að íslenska þjálfarateymið hafi fengið þetta kerfi og samskiptabúnað fyrst fyrir þremur mánuðum. Frá EM 2016 hafi Freyr hins vegar alltaf verið uppi í stúku í fyrri hálfleik en setið niðri á hliðarlínunni í þeim seinni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjá meira