Innlent

Kvenréttindadagurinn haldinn hátíðlegur víða um land

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Dóra Björt flytur ávarp við leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði í dag.
Dóra Björt flytur ávarp við leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði í dag. Vísir/Friðrik
Í dag 19. júní er haldið upp á kvenréttindadaginn en 103 ár eru síðan íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt. Eins og fyrri ár standa ýmsar stofnanir og fyrirtæki standa fyrir viðburðum í tilefni dagsins.

Klukkan 11 hófst minningarathöfn við leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur kvenréttindafrömuðar í Hólavallakirkjugarði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og nýr forseti borgarstjórnar, fór með ávarp og lagði blómsveig að leiði Bríetar. Þá fagnar Dóra jafnframt þrítugsafmæli sínu í dag auk þess sem hún mun stýra sínum fyrsta borgarstjórnarfundi, eins og fjallað var um á Vísi í dag.



Þá verður kvenréttindadeginum fagnað í Safnahúsi Vestmannaeyja með Helgu Kristínu Kolbeins, skólameistara Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Boðið er í svokallaða „Sögu og súpu“ klukkan 12 og þá verður sýningin Svipir kvenna opnuð í Einarsstofu.

Sérstakur samstöðufundur með ljósmæðrum verður haldinn í Mæðragarðinum við Lækjargötu í Reykjavík klukkan 16:45.

Á veitingastaðnum Public House verður svo haldið upp á kvenréttindadaginn í formi 10 prósent afsláttar af mat og drykk, sem tákna á launamun kynjanna samkvæmt launakönnun VR, og býðst afslátturinn aðeins konum.

 


Tengdar fréttir

Bríetar minnst með viðhöfn

Blómsveigur verður lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði á kvenréttindadeginum sem er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×