Fótbolti

Markvörðurinn Bernd Leno til Arsenal

Einar Sigurvinsson skrifar
Bernd Leno, markvörður Arsenal.
Bernd Leno, markvörður Arsenal. getty
Arsenal hefur gengið frá kaupum á þýska markverðinum Bernd Leno frá Bayer Leverkusen. Talið er að kaupverðið sé 19,3 milljónir punda.

Leno, sem er 26 ára gamall, hefur spilað fyrir Bayer Leverkusen síðastliðin sjö tímabil og á að baki yfir 300 leiki fyrir liðið. Auk þess hefur hann leikið sex leiki fyrir þýska landsliðið.

„Bernd er markvörður með mikil gæði og reynslu. Hann hefur spilað reglulega í hæsta gæðaflokki í sjö ár. Við erum öll mjög ánægð með að Bernd hafi valið Arsenal og hlökkum til að byrja að vinna með honum á undirbúningstímabilinu,“ sagði Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal eftir að félagsskipin höfðu verið kynnt.

Leno er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Arsenal síðan að Unai Emery tók við liðinu, en hægri bakvörðurinn Stephan Lichtsteiner samdi við liðið í byrjun mánaðarins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×