Enski boltinn

Rooney nálgast DC United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney er á leið frá Everton eftir eitt ár.
Rooney er á leið frá Everton eftir eitt ár. vísir/getty
Wayne Rooney, framherji Everton, nálgast samkomulag við MLS-liðið DC United en hann gæti gengið í raðir félagsins á mánudag herma heimildir Sky Sports.

Paul Stretford, umboðsmaður Rooney, hefur átt í viðræðum við DC United og Everton síðasta mánuðinn. Þær viðræður eru sagðar vera skila í sér og á Rooney að fá tveggja ára samning upp á 3,8 milljónir punda á ári.

Sömu heimildir Sky herma að eftir samninginn í Bandaríkjum mun Rooney snúa aftur á Goodison Park þar sem hann mun koma inn í þjálfarateymið hjá Everton.

DC borgar ekkert fyrir Rooney en þeir munu borga hluta af launum hans síðastliðið ár en kappinn var með 180 þúsund pund á viku hjá uppeldisfélagi sínu.

Hann flaug til Washington í síðustu viku þar sem hann ræddi við stjórnarmenn DC en líkur eru á að Rooney spili sinn fyrsta leik þann fimmtánda júli er liðið mætir Vancouver Whitecaps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×