Tólfan hefur aldrei lekið leyndarmálinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2018 14:00 Meðlimir Tólfunnar passa upp á upplýsingarnar sem þau fá frá Heimi fyrir leik. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er að sjálfsögðu miðpunkturinn í umfjöllun bandaríska íþróttablaðsins Sport Illustrated um landslið Íslands á HM í Rússlandi. Íslensku strákarnir fengu eina af forsíðum bandaríska blaðsins þar sem fjallað var ítarlega um komandi heimsmeistaramót í fótbolta. Grant Wahl skrifar greinina í Sport Illustrated og minnist að sjálfsögðu að Heimir hafi setti tannlæknisstarfið til hliðar þegar hann tók við íslenska landsliðinu. Hann gerir einnig mikið úr þeirri hefð að Heimir hittir alltaf liðsmenn Tólfunnar fyrir hvern heimaleik og fer yfir byrjunarliðið sitt, leikskipulag og annað tengt liðinu. Heimir sýnir stuðningsmönnunum einnig pepp-myndbandið sem strákarnir sjálfir fá að sjá fyrir leikinn. Heimir byrjaði á þessu fyrir sjö árum þegar íslenska landsliðið var númer 104 á FIFA-listanum og hefur ekki breytt útaf venjunni þótt að íslensku strákarnir hafi þotið upp FIFA-listann og hafa nú komist inn á tvö stórmót.Loved visiting Iceland and learning how its soccer culture has led to the nation's incredible global rise. A classic underdog story that transcends sports and provides lessons for the United States https://t.co/i8ifVkXRQlpic.twitter.com/XTsTaeVlBu — Grant Wahl (@GrantWahl) June 1, 2018 „Ég er búinn að gera þetta núna í sjö ár, og ekkert, ég endurtek, ekkert, hefur lekið út í samfélagsmiðla. Engu hefur lekið út þrátt fyrir að þau séu að fá miklar og jafnvel verðmætar upplýsingar. Þeir gætu eflaust selt þessa vitneskju,“ sagði Heimir við Sport Illustrated um þessa hefð. „Þetta hefði aldrei verið mögulegt nema af því að allir í þessu samfélagi bera svona mikil traust til hvers annars,“ segir Heimir. „Ég lít svo á að þú getir öðlast virðingu með því að vera opin og hreinskilinn. Við segjum stuðningsmönnunum alltaf frá því hvernig við ætlum að spila. Með því tryggjum við að við erum alltaf dæmdir eftir því hvort við náum markmiðum okkar eða ekki. Sömu sögu er að segja af samskiptum okkar við fjölmiðla. Með því fáum við frekar réttmæta gagnrýni,“ segir Heimir. Það má lesa alla greinina með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er að sjálfsögðu miðpunkturinn í umfjöllun bandaríska íþróttablaðsins Sport Illustrated um landslið Íslands á HM í Rússlandi. Íslensku strákarnir fengu eina af forsíðum bandaríska blaðsins þar sem fjallað var ítarlega um komandi heimsmeistaramót í fótbolta. Grant Wahl skrifar greinina í Sport Illustrated og minnist að sjálfsögðu að Heimir hafi setti tannlæknisstarfið til hliðar þegar hann tók við íslenska landsliðinu. Hann gerir einnig mikið úr þeirri hefð að Heimir hittir alltaf liðsmenn Tólfunnar fyrir hvern heimaleik og fer yfir byrjunarliðið sitt, leikskipulag og annað tengt liðinu. Heimir sýnir stuðningsmönnunum einnig pepp-myndbandið sem strákarnir sjálfir fá að sjá fyrir leikinn. Heimir byrjaði á þessu fyrir sjö árum þegar íslenska landsliðið var númer 104 á FIFA-listanum og hefur ekki breytt útaf venjunni þótt að íslensku strákarnir hafi þotið upp FIFA-listann og hafa nú komist inn á tvö stórmót.Loved visiting Iceland and learning how its soccer culture has led to the nation's incredible global rise. A classic underdog story that transcends sports and provides lessons for the United States https://t.co/i8ifVkXRQlpic.twitter.com/XTsTaeVlBu — Grant Wahl (@GrantWahl) June 1, 2018 „Ég er búinn að gera þetta núna í sjö ár, og ekkert, ég endurtek, ekkert, hefur lekið út í samfélagsmiðla. Engu hefur lekið út þrátt fyrir að þau séu að fá miklar og jafnvel verðmætar upplýsingar. Þeir gætu eflaust selt þessa vitneskju,“ sagði Heimir við Sport Illustrated um þessa hefð. „Þetta hefði aldrei verið mögulegt nema af því að allir í þessu samfélagi bera svona mikil traust til hvers annars,“ segir Heimir. „Ég lít svo á að þú getir öðlast virðingu með því að vera opin og hreinskilinn. Við segjum stuðningsmönnunum alltaf frá því hvernig við ætlum að spila. Með því tryggjum við að við erum alltaf dæmdir eftir því hvort við náum markmiðum okkar eða ekki. Sömu sögu er að segja af samskiptum okkar við fjölmiðla. Með því fáum við frekar réttmæta gagnrýni,“ segir Heimir. Það má lesa alla greinina með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Sjá meira