Enski boltinn

Slagsmálapabbinn sendur í fangelsi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það gekk ýmislegt á.
Það gekk ýmislegt á. Vísir/Getty
Hann hneykslaði marga með því að blanda sér í slagsmál á fótboltaleik með barn undir hendinni og í dag varð það endanlega ljós að þessi allt annað en fyrirmyndarpabbi er á leiðinni í tukthúsið.

Stuðningsmaður Everton, sem í október reyndi að lemja leikmenn Lyon með barn undir hendinni, kom fram fyrir dómara í dag og fékk enga miskunn. Hann er því á leiðinni í fangelsi vegna hegðunar sinnar.





Michael Fitzpatrick hélt á þriggja ára syni sínum þegar hann reyndi að grípa í og slá til leikmanna Lyon eftir að leikmönnum Everton og Lyon lenti saman við endalínuna í leik liðanna í Evrópudeildinni í vetur.

Dómari dæmdi þennan þrítuga slagsmálapabba í átta vikna fangelsi og þessi stórfurðulega framkoma hans þetta kvöld tryggir það að hann er hér eftir á sakaskrá. Fitzpatrick má heldur ekki mæta á fótboltaleiki næstu sex árin.  

Framkoma Fitzpatrick sást vel í upptökum frá látunum en hann kom fram opinberlega eftir atvikið og sagðist skammast sín mjög mikið. Hann óttaðist einnig um að missa umgengisrétt við börnin sín.

Upphafið á látunum var þegar Everton maðurinn Ashley Williams ýtti Anthony Lopes, markverði Lyon. Það varð til þess að nokkrum leikmönnum liðanna lenti saman og hópurinn endaði upp við stúkuna þar sem slagsmálapabbinn vildi blanda sér í málið.

Hér fyrir neðan má sjá þessi átök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×