Enski boltinn

Grobbelaar: Karius á að fá annan séns

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Karius liggur á vellinum eftir leikinn á laugardag.
Karius liggur á vellinum eftir leikinn á laugardag. vísir/getty
Fyrrum markvörður Liverpool, Bruce Grobbelaar, segir Loris Karius eiga skilið að fá annan séns hjá félaginu eftir mistökin hræðilegu sem Þjóðverjinn gerði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um síðustu helgi.

Karius gaf Real Madrid tvö mörk í úrslitaleiknum, sem endaði 3-1 fyrir spænska liðið, þegar hann gerði sig sekan um hrikaleg mistök og hafa margir lýst því yfir að dagar hans hjá Liverpool séu taldir.

Grobbelaar, sem vann sex titla á þrettán árum á Anfield, sagði að Karius ætti skilið annan séns.

„Ég fékk tvö ár uppfull af auka sénsum svo afhverju ættu þeir ekki að gefa honum annan séns eftir einn leik?“ sagði Grobbelaar við BBC.

„Þeir ættu að halda honum í sviðsljósinu á næsta tímabili. Koma honum aftur í leik eins fljótt og hægt er.“


Tengdar fréttir

Karius bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar

Loris Karius átti slæman dag er Liverpool tapaði 3-1 fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Karius gerði slæm mistök í tveimur mörkum Real.

Karius: Við komum sterkari til baka

„Ég hef í rauninni ekkert sofið. Atvikin eru enn að renna í gegnum huga mér,“ segir Loris Karius, en hann gerðist sekur um skelfileg mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×