Erlent

Brian De Palma gerir hryllingsmynd um níðingsverk Harvey Weinstein

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
De Palma segir halló við litla vin sinn, Al Pacino, á kvikmyndahátíð í New York.
De Palma segir halló við litla vin sinn, Al Pacino, á kvikmyndahátíð í New York. Vísir/Getty

Leikstjórinn Brian De Palma, sem er einna þekktastur fyrir gerð myndanna Carrie og Scarface á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, er nú að skrifa handrit að hryllingsmynd sem byggir á kynferðisbrotum Hollywoodmógúlsins Harvey Weinstein.



Á níunda tug kvenna hafa sakað Weinstein um áreitni, nauðganir og önnur kynferðisbrot á áratugalöngum ferli hans sem einn valdamesti maður skemmtanaiðnaðarins Vestanhafs. Hann á yfir höfði sér allt að aldarfjórðung í fangelsi ef hann verður sakfelldur fyrir þau brot sem búið er að birta ákæru fyrir. Fleiri ákærur gætu bæst við.



De Palma segir mál Weinsteins tilvalinn efnivið í hryllingssögu af fullkomnum trúnaðarbresti, grófri misnotkun og valdbeitingu gegn hinum valdaminni á stórum skala. Segist hann fylgjast grannt með þróun málsins, auk þess sem hann þekki marga þeirra sem komi við sögu í því. Þá viðurkennir De Palma að hafa heyrt sögur af framferði Weinsteins í Hollywood í mörg ár áður en þær urðu opinberar.



Leikstjórinn segir að aðalpersóna myndarinnar muni ekki heita Harvey Weinstein þó að líkindin séu vísvitandi augljós.


Tengdar fréttir

„Cannes var veiðilenda fyrir Harvey Weinstein"

Leikkonan Asia Argento flutti tilfinningaþrungna ræðu á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem hún sagði frá því að Harvey Weinstein hefði nauðgað henni á hátíðinni fyrir rúmum 20 árum síðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×