Erlent

Nauðlenti á hraðbraut

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Flugvélin kom til lendingar á mikilli ferð.
Flugvélin kom til lendingar á mikilli ferð. Vísir
Flugmaður lítillar flugvélar er sagður hafa staðið sig gríðarlega vel í erfiðum aðstæðum eftir að flugvél varð vélarvana á flugi yfir Huntington-strönd í Kaliforníu.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi þurfti flugmaðurinn að að nauðlenda á hraðbraut þar sem töluverð umferð bíla var og mildi þykir að engin slys urðu á fólki. 

Lögregla segir að flugmaðurinn  hafi staðið sig „frábærlega“ í að lenda vélinni án þess að neitt kæmi fyrir og að lítið hefði mátt bregða út af svo að farið hefði mun verr.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×