Enski boltinn

Real hætt við Pochettino

Dagur Lárusson skrifar
Pochettino.
Pochettino. vísir/getty
Florentino Perez hefur ákveðið að hætta við að reyna að gera Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, að næsta stjóra Real Madrid en þetta segir Guillem Balague, sérfræðingur Sky um spænska boltann.

Sky greindi frá því í vikunni að Mauricio Pochettino væri efstur á óskalista Real Madrid eftir að Zidane lét að störfum.

Allt stefndi í tilfinningaþrungið sumar hjá stuðningsmönnum Tottenham en þeir geta nú andað léttar ef marka má orð Balague.

„Real sá mikið af jákvæðum hlutum í því að ráða Pochettino. Hann getur höndlað stjörnurnar, hann bætir leikmenn og hann vinnur mjög vel með ungum leikmönnum.“

„En það sem forráðarmenn félagsins sáu fyrir sér var erfitt sumar þar sem félagið þyrti að ná samkomulagi við Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham, og var það ekki eitthvað sem Madrid vildi gera. Þess vegna hefur Real Madrid og Perez ákveðið að leita að öðrum stjóra.“

„Þetta gerir stöðuna mjög erfiða fyrir Real þar sem það var enginn augljóst kostur á eftir Pochettino á óskalistanum og er möguleiki á því að Real reyni að fá til sín stjóra sem er nú þegar á samningi,“ sagði Balague.


Tengdar fréttir

Real vill Pochettino í stað Zidane

Real Madrid vill Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, sem sinn næsta stjóra ef marka má fréttir Sky Sports í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×