Enski boltinn

Sex af mörkum Jóns Dags koma til greina sem mark ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson skorar eitt ar mörkum sínum.
Jón Dagur Þorsteinsson skorar eitt ar mörkum sínum. Vísir/Getty
Fulham er komið upp í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik en íslenskur unglingalandsliðsmaður er í herbúðum félagsins.

Jón Dagur Þorsteinsson fékk ekki tækifæri með aðalliði Fulham en vakti engu að síður mikla athygli á sér með frábærum tilþrifum.

Jón Dagur átti nefnilega mjög flott tímabil með 23 ára liði Fulham í vetur og skoraði hvert glæsimarkið á fætur öðru.

Mörkin hans Jóns Dags eru líka mjög áberandi þegar Fulham menn gera upp flottustu mörkin á leiktíðinni.

Jón Dagur á nefnilega 6 af 13 flottustu mörkum Fulham á tímabilinu og hann sjálfur vekur athygli á þessu á Twitter.







Hér fyrir neðan má sjá þessi mörk Jóns en hann skorar þau flest með frábærum skotum upp í hornið fjær.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×