Körfubolti

Golden State liðið er að hlaupa yfir LeBron og félaga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant og félagar hafa skorað margar auðveldar körfur úr hraðaupphlaupum í fyrstu tveimur leikjunum.
Kevin Durant og félagar hafa skorað margar auðveldar körfur úr hraðaupphlaupum í fyrstu tveimur leikjunum. Vísir/Getty
Golden State Warriors er í góðum málum í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sigra í tveimur fyrstu leikjunum á móti Cleveland Cavaliers.

Golden State marði reyndar sigur í framlengingu í fyrsta leiknum en vann síðan sannfærandi 19 stiga sigur í nótt.

Leikmenn Golden State liðsins eru að nýta sér hröðu sóknirnar sínar vel á móti Cleveland og það má segja að þeir séu hreinlega að hlaupa yfir LeBron James og félaga.

Golden State hefur þannig skorað 37 fleiri stig úr hraðaupphlaupum í þessum tveimur leikjum en það má sjá samanburð á hraðaupphlaupskörfum liðanna hér fyrir neðan.







Golden State liðið vann hraðaupphlaupsstigin 37-16 í leik tvö en 33-17 í leik eitt. Leikina hefur Warriors liðið unnið með samtals 29 stigum.

Það þýðir að Cleveland Cavaliers er búið að skora átta fleiri stig úr uppsettum sóknum en Golden State í þessum tveimur fyrstu leikjum.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×