Davíð Smári sýknaður Birgir Olgeirsson skrifar 5. júní 2018 17:07 Davíð Smári Lamude í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Davíð Smára Lamude af ákæru um sérlega hættulega líkamsárás. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að vinnubrögð lögreglu og ákæruvaldsins í þessu máli hafi verið ámælisverð. Annars vegar var mikill dráttur á málinu og þá fór engin rannsókn fram á vettvangi. Davíð Smári var ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás við Flókagötu, skammt frá Kjarvalsstöðum, gegn manni sem braust inn í bíl hans í nóvember árið 2015. Davíð Smári neitaði sök og sagðist hafa verið að endurheimta muni sem þjófurinn hafði úr bílnum.Var staddur í miðjum flutningum Davíð Smári lýsti því fyrir dómi hvernig hann var staddur í miðjum flutningum ásamt fjölskyldu og vinum þegar hann varð þess var að verið var að brjótast inn í bíl hans. Hann hljóp á eftir þjófnum en missti sjónar af honum.Sjá einnig: Dómari gerði alvarlegar athugasemdir við mál saksóknara gegn Davíð Smára Hann gerði lögreglu viðvart sem mætti heim til hans og tók af honum skýrslu. Davíð gekk með lögreglu að bílnum sínum þar sem ummerki eftir þjófinn voru skoðuð og sagði Davíð lögregluna hafa hafið leit að þjófnum. Davíð fór ásamt vini sínum að leita að munum sem þjófurinn hafði tekið úr bílnum hans. Við leitina kemur Davíð auga á þjófinn í runna við Kjarvalsstaði á Klambratúni. Lögreglunni var gert viðvart en svo fór að Davíð og þjófurinn tókust á um hækju sem fannst á blóðug á vettvangi þegar lögreglu bar að. Svo fór að þjófurinn var handtekinn grunaður um innbrot og Davíð var handtekinn grunaður um líkamsárás gegn þjófnum.Engin rannsókn fór fram Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að engin rannsókn fór fram á hækjunni sem fannst á vettvangi. Því fékkst ekki úr því skorið hver átti blóðið sem var á hækjunni og var ekki kannað hvort fingraför væru á henni. Dómari málsins, Guðjón St. Marteinsson, segir í niðurstöðu sinni að rannsókn hefði geta varpað ljósi á það hvort að þjófurinn hefði verið með hækjuna þegar Davíð og hann mættust og hvort hann hefði þá verið laminn í höfuðið með hækjunni eins og greindi frá í ákærunni.Vitnisburður nokkuð breytilegur Vitnisburður þjófsins í þessu máli var nokkuð breytilegur og kom fram við aðalmeðferð að hann hefði breytt framburði sínum fimm sinnum. Í niðurstöðunni er tekið fram að hann hafi ávallt borið því við að Davíð hefði barið hann með hækjunni en í bótakröfu sagði hann tvo menn hafa lamið sig. Sagðist þjófurinn hafa verið mjög ölvaður á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. Á meðal áverka sem þjófurinn átti að hafa hlotið var skurður á höfði en í niðurstöðu dómsins kemur fram að ekki sé hægt að útiloka að hann hafi skorist á höfði þegar hann stakk sér inn í runna auk þess sem hann kvaðst hafa runnið til á flótta. Var vitnað í álit sérfræðilæknis sem útilokaði ekki að þjófurinn hefði geta skorist á höfði við að stinga sér inn í runnann eða þegar hann rann til á flótta. Þá þótti vitnisburður vinar Davíðs Smára renna stoðum undir neitun Davíðs. Allur sakarkostnaður í þessu máli greiðist úr ríkissjóði. Tengdar fréttir Dómari gerði alvarlegar athugasemdir við mál saksóknara gegn Davíð Smára Davíð Smári ákærður eftir að hafa tekist á við mann sem braust inn bíl hans. 26. apríl 2018 10:30 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Davíð Smára Lamude af ákæru um sérlega hættulega líkamsárás. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að vinnubrögð lögreglu og ákæruvaldsins í þessu máli hafi verið ámælisverð. Annars vegar var mikill dráttur á málinu og þá fór engin rannsókn fram á vettvangi. Davíð Smári var ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás við Flókagötu, skammt frá Kjarvalsstöðum, gegn manni sem braust inn í bíl hans í nóvember árið 2015. Davíð Smári neitaði sök og sagðist hafa verið að endurheimta muni sem þjófurinn hafði úr bílnum.Var staddur í miðjum flutningum Davíð Smári lýsti því fyrir dómi hvernig hann var staddur í miðjum flutningum ásamt fjölskyldu og vinum þegar hann varð þess var að verið var að brjótast inn í bíl hans. Hann hljóp á eftir þjófnum en missti sjónar af honum.Sjá einnig: Dómari gerði alvarlegar athugasemdir við mál saksóknara gegn Davíð Smára Hann gerði lögreglu viðvart sem mætti heim til hans og tók af honum skýrslu. Davíð gekk með lögreglu að bílnum sínum þar sem ummerki eftir þjófinn voru skoðuð og sagði Davíð lögregluna hafa hafið leit að þjófnum. Davíð fór ásamt vini sínum að leita að munum sem þjófurinn hafði tekið úr bílnum hans. Við leitina kemur Davíð auga á þjófinn í runna við Kjarvalsstaði á Klambratúni. Lögreglunni var gert viðvart en svo fór að Davíð og þjófurinn tókust á um hækju sem fannst á blóðug á vettvangi þegar lögreglu bar að. Svo fór að þjófurinn var handtekinn grunaður um innbrot og Davíð var handtekinn grunaður um líkamsárás gegn þjófnum.Engin rannsókn fór fram Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að engin rannsókn fór fram á hækjunni sem fannst á vettvangi. Því fékkst ekki úr því skorið hver átti blóðið sem var á hækjunni og var ekki kannað hvort fingraför væru á henni. Dómari málsins, Guðjón St. Marteinsson, segir í niðurstöðu sinni að rannsókn hefði geta varpað ljósi á það hvort að þjófurinn hefði verið með hækjuna þegar Davíð og hann mættust og hvort hann hefði þá verið laminn í höfuðið með hækjunni eins og greindi frá í ákærunni.Vitnisburður nokkuð breytilegur Vitnisburður þjófsins í þessu máli var nokkuð breytilegur og kom fram við aðalmeðferð að hann hefði breytt framburði sínum fimm sinnum. Í niðurstöðunni er tekið fram að hann hafi ávallt borið því við að Davíð hefði barið hann með hækjunni en í bótakröfu sagði hann tvo menn hafa lamið sig. Sagðist þjófurinn hafa verið mjög ölvaður á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. Á meðal áverka sem þjófurinn átti að hafa hlotið var skurður á höfði en í niðurstöðu dómsins kemur fram að ekki sé hægt að útiloka að hann hafi skorist á höfði þegar hann stakk sér inn í runna auk þess sem hann kvaðst hafa runnið til á flótta. Var vitnað í álit sérfræðilæknis sem útilokaði ekki að þjófurinn hefði geta skorist á höfði við að stinga sér inn í runnann eða þegar hann rann til á flótta. Þá þótti vitnisburður vinar Davíðs Smára renna stoðum undir neitun Davíðs. Allur sakarkostnaður í þessu máli greiðist úr ríkissjóði.
Tengdar fréttir Dómari gerði alvarlegar athugasemdir við mál saksóknara gegn Davíð Smára Davíð Smári ákærður eftir að hafa tekist á við mann sem braust inn bíl hans. 26. apríl 2018 10:30 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Dómari gerði alvarlegar athugasemdir við mál saksóknara gegn Davíð Smára Davíð Smári ákærður eftir að hafa tekist á við mann sem braust inn bíl hans. 26. apríl 2018 10:30