Enski boltinn

Mourinho búinn að kaupa „besta unga bakvörð Evrópu“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diogo Dalot í leik á móti Liverpool í Meistaradeildinni í vetur.
Diogo Dalot í leik á móti Liverpool í Meistaradeildinni í vetur. Vísir/Getty
Manchester United er búið að ganga frá kaupum á portúgalska varnarmanninum Diogo Dalot en þetta er staðfest á samfélagsmiðlum félagsins.

Manchester United borgar Porto 19 milljónir punda fyrir þennan 19 ára strák en hann er fæddur í mars 1999.





Diogo Dalot fékk sín fyrstu tækifæri með Porto á nýlokinni leiktíð en hafði spilað með b-liðið Porto í b-deildinni þar á undan.

Dalot spilaði sjö leiki með aðalliði Porto en það var nóg til að sannfæra Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United, að hann væri tilbúinn fyrir Old Trafford.

Diogo Dalot hefur spilað fyrir öll yngri landslið Portúgals en á enn eftir að spila A-landsleik.

Jose Mourinho hefur miklar mætur á landa sínum og segir að hann sé besti ungi bakvörður Evrópu í dag.  

Diogo Dalot er bakvörður en getur bæði spilað sem hægri og vinstri bakvörður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×