Enski boltinn

Englendingar móðgaðir: Meiri líkur á að Perú vinni HM en þeir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stundin í Nice er ennþá að trufla enska landsliðið.
Stundin í Nice er ennþá að trufla enska landsliðið. Vísir/Getty

Íþróttatölfræðiþjónustan Gracenote hefur reiknað út sigurlíkur þjóðanna á HM í fótbolta í Rússlandi og Englendingar eru ekki alltof upplitsdjarfir.

Það mætti halda að tapið á móti Íslandi á EM í Frakklandi 2016 væri enn að koma í bakið á þeim því Gracenote segir að það séu aðeins fjögur prósent líkur á því að enska landsliðið standi uppi sem sigurvegari á HM í ár.

BBC segir frá þessu og CNN líka eins og sjá má hér. Það er ekki hægt að lesa annað út úr fyrirsögnum og fréttum enskra miðla en að þeir séu móðgaðir yfir þessum útreikningi Gracenote.

Það sem er þó öllu meira áfall en prósentutalan er að það eru meiri líkur á því að Perúmenn vinni heimsmeistarakeppnina en Englendingar.Gracenote segir að það séu fimm prósent líkur á því að Perú vinni HM en þeir skipa sjöunda sætið á listanum.

Brasilíumenn eru langsigurstranglegastir með 21 prósent líkur en í næstu sætum koma síðan Spánn, Þýskaland, Argentína, Frakkland og Kólumbía.

Englendingar deila síðan sæti með Belgum og Evrópumeisturum Portúgals sem er nú alls ekki slæmt.

Íslenska landsliðið er alls ekki neðst á þessum lista. Þær þjóðir sem eiga minni möguleika á því að vinna HM en Ísland eru Ástralía, Suður-Kórea, Japan, Túnis, Nígería, Egyptaland, Panama og Sádí Arabíu.

Íslenska landsliðið situr síðan við hlið Póllands, Senegal, Danmerkur, Svíþjóðar, Marokkó, Kosta Ríka og Serbíu en það eru eitt prósent líkur á því að einhver af þessum þjóðum vinni HM.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.