Ari nýr markaðsstjóri Kynnisferða

Ari Steinarsson hefur ráðinn markaðsstjóri Kynnisferða en hann hefur undanfarin tvö ár starfað sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá fyrirtækinu.
Í tilkynningu segir að Ari hafi starfað við stafræna markaðssetningu síðustu ellefu ár og unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins á þeim tíma. Hann stofnaði meðal annars fyrirtækið Netráðgjöf árið 2007 og þá hefur hann kennt stafræna markaðssetningu hjá Háskólanum í Reykjavík.
Ari stundar nú mastersnám í stafrænni markaðssetningu hjá Digital Marketing Institute. Hann er í sambúð með Írisi Ósk Hjaltadóttur og eiga þau þrjú börn.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.