Innlent

Ætla að afnema einkarétt á bréfum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Uppi eru spurningar um hvernig póstburðarþjónusta skal tryggð á óarðbærum svæðum.
Uppi eru spurningar um hvernig póstburðarþjónusta skal tryggð á óarðbærum svæðum. Vísir/Hörður
Stefnt er að því að afnema einkarétt Póstsins á bréfum undir fimmtíu grömmum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið lagði fram drög að frumvarpi þess efnis til kynningar í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær.

Um innleiðingu á Evróputilskipun er að ræða en leiða átti hana í landsrétt fyrir árslok 2011. Ísland og Noregur gerðu fyrirvara við hana en Norðmenn leiddu hana í sín lög árið 2016. „Almennt höfum við mælt með því að einkarétturinn verði afnuminn og höfum talað fyrir því að það þjónaði ekki hagsmunum okkar,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Póstsins.

Ingimundur segir að stóra spurningin sé hvernig ríkið ætli að tryggja þá alþjónustu sem kveðið er á um í drögunum. Sérstaklega sé brýnt að líta í því samhengi til landsvæða sem ekki eru arðbær.

„Lög um póstþjónustu hafa ekki verið endurskoðuð frá árinu 2002 og það er löngu tímabært að taka þau til skoðunar. Þá sérstaklega í ljósi þróunar einkaréttarbréfanna en þeim hefur farið verulega fækkandi ár frá ári frá hruni,“ segir Ingimundur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×