Innlent

Íkveikja í Hraunbæ

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá bruna sem kom upp í Hraunbæ árið 2014.
Frá bruna sem kom upp í Hraunbæ árið 2014. Vísir
Brennuvargur er talinn hafa borið eld að samkomusal trúfélags í Hraunbæ í nótt. Í skeyti löreglunnar segir að henni hafi borist tilkynning um brothljóð skömmu fyrir klukkan 2 í nótt. Sá sem hringdi taldi sig jafnframt hafa séð einstakling hlaupa af vettvangi.

Þegar lögreglumenn mættu á svæðið sáu þeir að eldur logaði innandyra sem þeir eru sagðir hafa náð að slökkva. Slökkviliðsmenn voru engu að síður kallaðir út til að reykræsta og tryggja vettvanginn eins og það er orðað.

Skömmu síðar er lögreglan sögð hafa hendur í hári manns sem grunaður er um íkvekjuna. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Þá var kona, sem sögð er hafa verið í annarlegu ástandi, handtekin í Skógarhlíð í nótt eftir að hafa reynt að skemma langferðarbíl. Hún var jafnframt flutt í fangaklefa þar sem hún hefur sofið úr sér vímuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×