Erlent

Sparkaði í höfuð heimilislauss manns

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglan leitar mannsins.
Lögreglan leitar mannsins. Skjáskot
Lögreglan í San Francisco hefur birt upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir mann sparka, að því er virðist af tilefnislausu, í höfuð manns sem liggur á einni af hinum fjölmörgu gangstéttum borgarinnar.

Birting myndbandsins hefur vakið töluverða reiði vestanhafs, ekki síst vegna þessa að San Francisco er af mörgum talin táknmynd þess vanda sem heimilislausir Bandaríkjamenn standa frammi fyrir. Árásin er sögð enn ein sönnunin fyrir þeim fordómum sem þeir upplifa á hverjum degi.

Myndbandið má sjá hér að neðan. Rétt er að taka fram að það kann að valda óhug. Í því sést hvernig maður, íklæddur jakkafötum og svartri húfu, gengur upp að sofandi manni og sparkar tvívegis í höfuð hans. Því næst virðist hann mæla eitthvað til mannsins á gangstéttinni áður en árásarmaðurinn gengur burt.

Lögreglan í San Francisco birti myndbandið í gær og biðlar til almennings um upplýsingar sem kunna að varpa ljósi á árásarmanninn. Hún hefur ekki viljað gefa upp frekari upplýsingar um málið og er því ekki vitað hvernig þolendanum heilsast.

Árásin er sögð hafa átt sér stað í hinu svokallaða Tenderloin-hverfi borgarinnar, þar sem finna má mörg samtök sem veita heimilislausum íbúum San Francisco aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×