Fótbolti

Arftaki Buffon fundinn?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Perin í landsleik með Ítölum.
Perin í landsleik með Ítölum. vísir/getty
Juventus hefur klófest Mattia Perin, markvörð Genoa, en hann skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við Juventus eða til ársins 2022.

Kaupverðið er talið rúmlega þrettán milljónir punda en þessi 25 ára gamli markvörður hefur spilað yfir 150 leiki fyrir Genoa á þeim átta árum sem hann hefur leikið þar.

Hann var í sjötta sæti yfir þá markverði í ítölsku úrvalsdeildinni sem héldu oftast hreinu en hann hefur spilað tvo landsleiki fyrir Ítalíu. Sá fyrsti kom í nóvember 2014 gegn Albaníu.

Gianluigi Buffon var að kveðja Juventus eftir sautján ára dvöl en nú berjast Perin og Wojciech Szczesny um markvarðarstöðuna á Allianz-leikvanginum í Tórínó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×