Íslenski boltinn

Helgi Sig: 6-0 sigur hefði ekki verið ósanngjarn

Þór Símon skrifar
Helgi var hress eftir leikinn í kvöld.
Helgi var hress eftir leikinn í kvöld. vísir/andri marinó
„Þetta var frábær leikur frá fyrstu til síðustu mínútu. Ég man varla eftir færi frá Keflvíkingum í dag á meðan við áttum urmul af færum. 6-0 hefði ekki verið ósanngjarnt,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-0 sigur hans manna á Keflavík í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta.

Og hann hafði lög að mæla en Fylkir áttu hreinlega leikinn frá A-Ö frá fyrstu mínútu þar sem liðið skapaði sér urmul af færum og hefði átt að gera betur í mörgum tilvika.

En hvarflaði að Helga að Keflavík gæti jafnað er staðan var einungis 1-0?

„Maður er alltaf smeykur í stöðunni 1-0 því það þarf svo lítið að gerast. En þeir komust nánast aldrei nálægt okkar vítateig þannig á meðan við héldum þeim svona í skefjum hafði ég litlar áhyggjur,“ sagði Helgi en Fylkir gulltryggði sigurinn loksins á 82. mínútu er Albert Brynjar potaði boltanum inn af stuttu færi.



„Menn héldu einbeitingu. Um það var talað fyrir leik að halda einbeitingu í 90 mínútur og ekki leggjast til baka ef við náðum forystunni heldur halda áfram að pressa á þá. Það gerðum við vel.“


Það sem af er sumri hefur Fylki nú spilað þrjá leiki í Egilshöllinni, bráðarbigðar heimavellinum þangað til Lautinn verður tilbúinn. Vill Fylkir yfir höfuð fara aftur í Lautina?

„Ætli það? Ég á eftir að ræða þetta við mína menn. Okkur líður mjög vel hérna en innst inni viljum við komast á okkar heimavöll og hann verður flottur þegar hann verður klár.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×