Lýsir áhyggjum yfir atvinnuleysi háskólamenntaðra Hersir Aron Ólafsson skrifar 9. júní 2018 20:00 Stóraukin aðsókn er í Háskóla Íslands í haust á sama tíma og formaður BHM lýsir áhyggjum yfir atvinnuleysi háskólamenntaðra. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, þvertekur fyrir að of margir Íslendingar fari í háskólanám, þó skoða mætti að velja í auknum mæli inn í nám. Tæplega 5000 umsóknir bárust um grunnnám í HÍ fyrir haustið, hátt í 12 prósent fleiri en í fyrra. Ástæðuna segir rektor að miklu leyti mega rekja til styttingar framhaldsskólanna.Tvöfaldir árgangar útskrifast „Þetta helgast af því að sumir framhaldsskólar hafa nú þegar brautskráð tvöfalda árganga, aðrir eru að gera það í fyrsta skipti og svo á næsta ári eru það MA og MR sem eru mjög stórir framhaldsskólar. Þetta er eitthvað sem við höfðum gert ráð fyrir og undirbúið okkur á undanförnum árum,“ segir Jón Atli. Í Fréttablaðinu í morgun lýsti formaður BHM áhyggjum af atvinnuleysi háskólamenntaðra. Þannig séu nú um 1100 háskólamenntaðir Íslendingar án vinnu, og eru þeir um fjórðungur allra atvinnulausra.Frétt Vísis: Áhyggjur af atvinnuleysi menntaðra „Atvinnuleysi háskólamenntaðra hefur staðið í stað of lengi, í nokkur ár, og það er ekki að sjá að það séu að verða neinar breytingar,“ segir Þórunn. Hún segir stjórnvöld þurfa að setja skýrar línur í málaflokknum.Lýsa eftir menntastefnu „Svo virðist sem reiknilíkön, hvort sem það er í framhaldsskóla eða háskóla, ráði miklu um menntastefnuna. Við höfum hreinlega lýst eftir menntastefnu fyrir Ísland,“ segir þórunn. Jón Atli segir að ræða megi ýmis atriði í þessu sambandi. „Til að mynda að velja frekar inn í nám, t.d. við ríkisháskólana, sem er bara gert að litlu leyti.“ Hann þvertekur þó fyrir að hér fari of margir í háskólanám. Þannig séum við rétt að ná Norðurlöndunum í fjölda háskólamenntaðra í samfélaginu. Auk þess sé nú mikil aðsókn í greinar á borð við verkfræði og leikskólakennaranám þar sem eftirspurn er eftir starfsfólki. „Nú eru stjórnvöld að setja af stað nýsköpunarstefnu til að leggja áherslu á að þróa hér nýsköpunarsamfélag, þekkingarsamfélag. Það er stefnan. Með öflugu þekkingarsamfélagi hef ég fulla trú á að það verði til störf fyrir fólk hér á Íslandi,“ segir Jón Atli. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Stóraukin aðsókn er í Háskóla Íslands í haust á sama tíma og formaður BHM lýsir áhyggjum yfir atvinnuleysi háskólamenntaðra. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, þvertekur fyrir að of margir Íslendingar fari í háskólanám, þó skoða mætti að velja í auknum mæli inn í nám. Tæplega 5000 umsóknir bárust um grunnnám í HÍ fyrir haustið, hátt í 12 prósent fleiri en í fyrra. Ástæðuna segir rektor að miklu leyti mega rekja til styttingar framhaldsskólanna.Tvöfaldir árgangar útskrifast „Þetta helgast af því að sumir framhaldsskólar hafa nú þegar brautskráð tvöfalda árganga, aðrir eru að gera það í fyrsta skipti og svo á næsta ári eru það MA og MR sem eru mjög stórir framhaldsskólar. Þetta er eitthvað sem við höfðum gert ráð fyrir og undirbúið okkur á undanförnum árum,“ segir Jón Atli. Í Fréttablaðinu í morgun lýsti formaður BHM áhyggjum af atvinnuleysi háskólamenntaðra. Þannig séu nú um 1100 háskólamenntaðir Íslendingar án vinnu, og eru þeir um fjórðungur allra atvinnulausra.Frétt Vísis: Áhyggjur af atvinnuleysi menntaðra „Atvinnuleysi háskólamenntaðra hefur staðið í stað of lengi, í nokkur ár, og það er ekki að sjá að það séu að verða neinar breytingar,“ segir Þórunn. Hún segir stjórnvöld þurfa að setja skýrar línur í málaflokknum.Lýsa eftir menntastefnu „Svo virðist sem reiknilíkön, hvort sem það er í framhaldsskóla eða háskóla, ráði miklu um menntastefnuna. Við höfum hreinlega lýst eftir menntastefnu fyrir Ísland,“ segir þórunn. Jón Atli segir að ræða megi ýmis atriði í þessu sambandi. „Til að mynda að velja frekar inn í nám, t.d. við ríkisháskólana, sem er bara gert að litlu leyti.“ Hann þvertekur þó fyrir að hér fari of margir í háskólanám. Þannig séum við rétt að ná Norðurlöndunum í fjölda háskólamenntaðra í samfélaginu. Auk þess sé nú mikil aðsókn í greinar á borð við verkfræði og leikskólakennaranám þar sem eftirspurn er eftir starfsfólki. „Nú eru stjórnvöld að setja af stað nýsköpunarstefnu til að leggja áherslu á að þróa hér nýsköpunarsamfélag, þekkingarsamfélag. Það er stefnan. Með öflugu þekkingarsamfélagi hef ég fulla trú á að það verði til störf fyrir fólk hér á Íslandi,“ segir Jón Atli.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira