Erlent

Brasílískum nýbura bjargað af lögreglu

Andri Eysteinsson skrifar
Barninu var bjargað í brasilíska ríkinu Mato Grosso.
Barninu var bjargað í brasilíska ríkinu Mato Grosso. Vísir/EPA
Brasilíska lögreglan bjargaði lífi nýfædds barns sem hafði verið grafið í jörð í ríkinu Mato Grosso.

Lögreglan í Mato Grosso greindi frá því að 15 ára gömul stúlka hefði fætt barn sem hún hafði talið andvana fætt og grafið það í garði fjölskyldunnar.

Lögreglan fékk nafnlausa ábendingu og bjargaði barninu 7 tímum eftir að það var grafið, barnið var fært undir læknishendur og er líðan þess sögð stöðug.

Amma og langamma barnsins eru nú í haldi lögreglu vegna málsins, móðirin var yfirheyrð af lögreglu en hefur verið leyst úr haldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×