Enski boltinn

Fekir fer ekki til Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fekir spilar ekki á Anfield á næstu leiktíð, nema að það verði í Meistaradeildinni með Lyon.
Fekir spilar ekki á Anfield á næstu leiktíð, nema að það verði í Meistaradeildinni með Lyon. vísir/getty
Nabil Fekir mun ekki ganga í raðir Liverpool eins og allt leit út fyrir. Lyon gaf út tilkynningu fyrr í kvöld þar sem þeir sögðu að miðjumaðurinn verði áfram hjá félaginu.

Allt benti til þess að franski landsliðsmaðurinn væri að ganga í raðir Liverpool og einhverjir fjölmiðlar vildu meina að hann hafi verið í leið í læknisskoðun hjá Liverpool í gær.

Nú hefur staðan hins vegar breyst til muna og Lyon gaf út tilkynningu fyrr í kvöld að miðjumaðurinn öflugi verði áfram hjá franska félaginu.

„Samningaviðræður milli Liverpool og Nabil Fekir hafa ekki gengið eftir svo Lyon hefur ákveðið að binda enda á möguleg félagsskipti Nabil,” segir í tilkynningu frá Lyon.

„Það gleður okkur að segja frá því að við getum áfram treyst á fyrirliðann okkar sem mun leiða liðið út á völlinn á næsta tímabili er liðið spilar í Meistaradeildinni.”

Þetta er mikið högg fyrir silfurliðið úr Meistaradeildinni en flestir Liverpool-menn héldu að kaupin væru einfaldlega gengin í gegn. Þeir þurfa nú að leita annað.


Tengdar fréttir

Umboðsmaður Fekir: Liverpool hefur áhuga

Umboðssmaður Nabil Fekir, leikmanns Lyon, hefur staðfest þær sögusagnir að Liverpool hafi áhuga á leikmanninum en hann segir þó að liðin séu ennþá langt frá samkomulagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×