Fótbolti

Heimir með annan fótinn í bikarúrslitum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Heimir Guðjónsson fór frá FH til Færeyja í vetur.
Heimir Guðjónsson fór frá FH til Færeyja í vetur. vísir/Eyþór
Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í HB Þórshöfn eru komnir með annan fótinn í úrslit færeysku bikarkeppninnar eftir sigur á AB í fyrri leik liðanna í undanúrslitum í dag.

HB vann leikinn í dag 2-0 og var þetta tólfti sigur liðsins í röð í öllum keppnum. Seinni undanúrslitaleikurinn fer fram 13. júní á heimavelli AB.

HB er sigursælasta félagið í bikarkeppninni með 26 titla í sögunni, næst á eftir koma GÍ og KÍ með sex bikartitla hvort. Hins vegar eru komin fjórtán ár síðan HB vann keppnina síðast árið 2004.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast B36 og TB/FCS/Royn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×