Golf

Haraldur og Ólafur Björn í toppbaráttunni í Danmörku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haraldur er að spila vel í Danmörku.
Haraldur er að spila vel í Danmörku. vísir/stefán

Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr GR, og Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr GKG, eru í toppbaráttunni á Jyske Bank mótinu en leikið er í Silkeborg í Danmörku.

Bæði Haraldur Franklín og Ólafur Björn spiluðu á 66 höggum á fyrsta hringnum en þeir eru á sex undir pari eftir hringinn. Þeir voru í fjórða til áttunda sætis er annar hringurinn fór af stað.

Þriðji íslenski kylfingurinn á mótinu er Andri Þór Björnsson úr GR. Hann fór ekki eins vel af stað og hinir íslensku keppendurnir en hann lék á 79 höggum og situr í 121. sætinu.

Mótið er hluti af Nordic Tour atvinnumótaröðinni en hún er þriðja sterkasta mótaröðin í Evrópu. Annar hringur mótsins er spilaður í dag en fylgjast má með strákunum hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.