Golf

Haraldur og Ólafur Björn í toppbaráttunni í Danmörku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haraldur er að spila vel í Danmörku.
Haraldur er að spila vel í Danmörku. vísir/stefán
Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr GR, og Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr GKG, eru í toppbaráttunni á Jyske Bank mótinu en leikið er í Silkeborg í Danmörku.

Bæði Haraldur Franklín og Ólafur Björn spiluðu á 66 höggum á fyrsta hringnum en þeir eru á sex undir pari eftir hringinn. Þeir voru í fjórða til áttunda sætis er annar hringurinn fór af stað.

Þriðji íslenski kylfingurinn á mótinu er Andri Þór Björnsson úr GR. Hann fór ekki eins vel af stað og hinir íslensku keppendurnir en hann lék á 79 höggum og situr í 121. sætinu.

Mótið er hluti af Nordic Tour atvinnumótaröðinni en hún er þriðja sterkasta mótaröðin í Evrópu. Annar hringur mótsins er spilaður í dag en fylgjast má með strákunum hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×