Jón Daði: Líður best þegar ég get gefið af mér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. maí 2018 14:00 Jón Daði Böðvarsson. Það var létt yfir Selfyssingnum Jóni Daða Böðvarssyni fyrir æfingu íslenska liðsins í dag þó svo að norskan hafi verið svolítið ryðguð hjá honum. „Ég var nokkð ryðgaður í henni. Ég þarf að fara að rifja hana upp,“ sagði Jón Daði léttur en hann var þá nýkominn úr viðtali við norskan blaðamann. „Þetta er búið að vera mikið af viðtölum en það bjuggust allir við því og eru undirbúnir fyrir það. Það er mikil athygli á mótinu og okkur. Það er bara jákvæð umfjöllun.“ Jón Daði átti frábært tímabil hjá Reading og mætir í toppstandi til liðs við landsliðið. „Mér líður mjög vel eftir gott tímabil hjá mér. Er í flottu formi og ekkert vesen. Ég held mér í formi núna og fer varlega með sjálfan mig.“ Jón Daði er heimakær og líður best heima hjá fjölskyldunni á Selfossi. „Ég er búinn að vera heima hjá mömmu og fá góðan mömmumat í rólegheitum þar,“ segir Jón Daði en hann gaf af sér um síðustu helgi er hann áritaði myndir af sér fyrir krakkana á Selfossi í kjörbúð þar í bæ. „Það var flott. Selfoss er æðislegt samfélag þar sem allir þekkja alla. Það er alltaf gott að keyra yfir Ölfusárbrúna og koma í andrúmsloftið á Selfossi. Það er ekkert betra en að vera á Selfossi. Heima er best.“ Jón Daði segir að það skipti sig máli að reyna að gefa af sér. „Krakkarnir voru ánægðir að hitta mig og það sem gerir þennan árangur extra sætan er að maður er ákveðin fyrirmynd og gefur öllum ungum krökkum von. Það sem lætur mér líða hvað best er þegar ég get gefið af mér. Þessi árangur gefur líka ungum krökkum mikið upp á framtíðina að gera.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar: Í hausnum á mér að ég nái fyrsta leik Eftir langa meðhöndlun vegna meiðsla erlendis þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kominn heim. Hann ætlar sér að ná opnunarleik Íslands á HM gegn Argentínu. 30. maí 2018 11:31 Birkir: Var ekki sáttur við að fá ekki að spila Síðasta helgi var afar svekkjandi fyrir Birki Bjarnason. Lið hans, Aston Villa, tapaði úrslitaleik á Wembley um sæti í efstu deild að ári og hann fékk ekkert að taka þátt í leiknum. 30. maí 2018 13:00 Hólmar Örn: Það eru skemmtilegir tímar framundan Hólmar Örn Eyjólfsson rétt missti af Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en hann er í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar. 30. maí 2018 14:30 Strákarnir ánægðir að sjá Aron Einar á svæðinu: Myndir frá æfingunni í dag Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er kominn heim til Íslands frá Katar og hann var á sinni fyrstu æfingu með íslenska liðinu í Laugardalnum í dag. 30. maí 2018 13:45 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Það var létt yfir Selfyssingnum Jóni Daða Böðvarssyni fyrir æfingu íslenska liðsins í dag þó svo að norskan hafi verið svolítið ryðguð hjá honum. „Ég var nokkð ryðgaður í henni. Ég þarf að fara að rifja hana upp,“ sagði Jón Daði léttur en hann var þá nýkominn úr viðtali við norskan blaðamann. „Þetta er búið að vera mikið af viðtölum en það bjuggust allir við því og eru undirbúnir fyrir það. Það er mikil athygli á mótinu og okkur. Það er bara jákvæð umfjöllun.“ Jón Daði átti frábært tímabil hjá Reading og mætir í toppstandi til liðs við landsliðið. „Mér líður mjög vel eftir gott tímabil hjá mér. Er í flottu formi og ekkert vesen. Ég held mér í formi núna og fer varlega með sjálfan mig.“ Jón Daði er heimakær og líður best heima hjá fjölskyldunni á Selfossi. „Ég er búinn að vera heima hjá mömmu og fá góðan mömmumat í rólegheitum þar,“ segir Jón Daði en hann gaf af sér um síðustu helgi er hann áritaði myndir af sér fyrir krakkana á Selfossi í kjörbúð þar í bæ. „Það var flott. Selfoss er æðislegt samfélag þar sem allir þekkja alla. Það er alltaf gott að keyra yfir Ölfusárbrúna og koma í andrúmsloftið á Selfossi. Það er ekkert betra en að vera á Selfossi. Heima er best.“ Jón Daði segir að það skipti sig máli að reyna að gefa af sér. „Krakkarnir voru ánægðir að hitta mig og það sem gerir þennan árangur extra sætan er að maður er ákveðin fyrirmynd og gefur öllum ungum krökkum von. Það sem lætur mér líða hvað best er þegar ég get gefið af mér. Þessi árangur gefur líka ungum krökkum mikið upp á framtíðina að gera.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar: Í hausnum á mér að ég nái fyrsta leik Eftir langa meðhöndlun vegna meiðsla erlendis þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kominn heim. Hann ætlar sér að ná opnunarleik Íslands á HM gegn Argentínu. 30. maí 2018 11:31 Birkir: Var ekki sáttur við að fá ekki að spila Síðasta helgi var afar svekkjandi fyrir Birki Bjarnason. Lið hans, Aston Villa, tapaði úrslitaleik á Wembley um sæti í efstu deild að ári og hann fékk ekkert að taka þátt í leiknum. 30. maí 2018 13:00 Hólmar Örn: Það eru skemmtilegir tímar framundan Hólmar Örn Eyjólfsson rétt missti af Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en hann er í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar. 30. maí 2018 14:30 Strákarnir ánægðir að sjá Aron Einar á svæðinu: Myndir frá æfingunni í dag Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er kominn heim til Íslands frá Katar og hann var á sinni fyrstu æfingu með íslenska liðinu í Laugardalnum í dag. 30. maí 2018 13:45 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Aron Einar: Í hausnum á mér að ég nái fyrsta leik Eftir langa meðhöndlun vegna meiðsla erlendis þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kominn heim. Hann ætlar sér að ná opnunarleik Íslands á HM gegn Argentínu. 30. maí 2018 11:31
Birkir: Var ekki sáttur við að fá ekki að spila Síðasta helgi var afar svekkjandi fyrir Birki Bjarnason. Lið hans, Aston Villa, tapaði úrslitaleik á Wembley um sæti í efstu deild að ári og hann fékk ekkert að taka þátt í leiknum. 30. maí 2018 13:00
Hólmar Örn: Það eru skemmtilegir tímar framundan Hólmar Örn Eyjólfsson rétt missti af Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en hann er í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar. 30. maí 2018 14:30
Strákarnir ánægðir að sjá Aron Einar á svæðinu: Myndir frá æfingunni í dag Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er kominn heim til Íslands frá Katar og hann var á sinni fyrstu æfingu með íslenska liðinu í Laugardalnum í dag. 30. maí 2018 13:45