Enski boltinn

Losar Chelsea sig við Courtois í stað Alisson?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Courtois í leik með Chelsea á nýafstaðinni leiktíð.
Courtois í leik með Chelsea á nýafstaðinni leiktíð. vísir/getty
Chelsea er líklegt til þess að selja markvörðinn Thibaut Courtois í sumar og blanda sér í baráttuna um markvörð Roma, Alisson. Sky á Ítalíu greinir frá.

Belgian á bara eitt ár eftir af samningi sínum hjá Chelsea og er Chelsea búið að fá nóg í samningaviðræðum sínum við markvörðinn stóra og knáa.

Courtois spilaði 46 leiki fyrir Chelsea á síðustu leiktíð í öllum keppninum en líklegt er að Antonio Conte hverfi á braut í sumar. Líkur eru á að Maurizio Sarri, fyrrum stjóri Napoli, taki við á Brúnni í sumar.

Markvörðurinn er einn af mörgum leikmönnum sem eru líklegir til þess að íhuga stöðu sína í sumar en miðjumaðurinn Willian vill yfirgefa Chelsea verði Conte áfram stjóri liðsins.

Courtois hefur lengi vel verð orðaður við Real Madrid en hann lék með nágrönnunum í Atletico Madrid áður en hann gekk í raðir Chelsea. Einnig eru frönsku meistararnir í PSG áhugasamir um Courtois.

Alisson, markvörður Roma, er þá sagður efstur á óskalista Chelsea yfirgefi Courtois félagið. Liverpool er einnig sagt áhugasamt um markvörð Roma en Loris Karius er valtur í sessi í marki Liverpool eftir hörmuleg mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×