Innlent

Trampólín á flugi á Norðurlandi eystra

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Trampólín á Akureyri hafa verið dugleg að fjúka nú í morgunsárið þrátt fyrir að vera tjóðruð niður. Myndin er úr safni lögreglu en að sögn varðstjóra gafst ekki tími til að taka myndir í morgun þegar útköllin bárust flest.
Trampólín á Akureyri hafa verið dugleg að fjúka nú í morgunsárið þrátt fyrir að vera tjóðruð niður. Myndin er úr safni lögreglu en að sögn varðstjóra gafst ekki tími til að taka myndir í morgun þegar útköllin bárust flest. Mynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur þurft að sinna nokkrum veðurútköllum það sem af er morgni en appelsínugul viðvörun veðurstofu er í gildi fyrir landshlutann.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu nú á níunda tímanum hefur þurft að vitja fimm trampólína sem höfðu fokið í veðurofsanum auk einhverra stillansa. Útköllin hafi öll borist á tiltölulega stuttum tíma nú snemma morguns.

Að sögn varðstjóra var veðrið þó með rólegra móti en verið hafði og engu trampólíni þurft að sinna í dágóða stund. Í Facebook-færslu lögreglu segir enn fremur að íbúar á Norðurlandi eystra séu beðnir um að huga að lausamunum í kringum sig og tryggja þá með bestu getu.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×