Enski boltinn

Henderson: Ég fór inná herbergi og grét

Dagur Lárusson skrifar
Jordan Henderson.
Jordan Henderson. vísir/getty
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segir að hann honum hafi boðist að yfirgefa Liverpool árið 2012 í skiptum fyrir Clint Dempsey.

 

Jordan Henderson kom til félagsins árið 2011 en Henderson greindi frá því í viðtali fyrir úrslitaleikinn næstu helgi að honum hafi boðist að fara til Fulham í skiptum fyrir Clint Dempsey sumarið 2012. Henderson sagði frá því að hann hafi tárast þegar honum var boðið þetta tilboð.

 

Síðan þá hefur Henderson verið fastamaður í liði Liverpool og er nú auðvitað orðinn fyrirliði, en hann viðurkennir að þetta hafi verið mjög erfitt.

 

„Brendan kallaði mig inná skrifstofu sína og sagði mér frá þessu tilboði og spurði mig álits.“

 

„Ég tók því þannig að hann myndi leyfa mér að fara og það væri í rauninni mín ákvörðun hvort félagið myndi taka þessu tilboði eða ekki. Ég fór aftur í herbergið mitt og byraði að gráta. Ég grét í smá tíma því þetta var svo sárt og það var leikur sama kvöld.“

 

„Ég talaði við umboðsmann minn og sagði honum frá tilboðinu og sagði honum að ég vildi ekki fara. Ég vildi vera áfram og berjast fyrir mínu sæti og sanna fyrir stjóranum að ég ætti heima hérna. Umboðsmaður minn var sammála og pabbi minn líka, þeir sögðu mér að halda áfram og berjast.“

 

„Eftir þetta þá ákvað ég einfaldlega að halda hausnum niðri og leggja hart að mér og ég gerði það. Það eru alltaf þessi augnablik í fótboltanum sem geta sagt til um það hvert þú stefnir, en fyrir mér var það aldrei möguleiki að fara,“ sagði Henderson.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×