Enski boltinn

Southgate: Vona að Liverpool vinni

Dagur Lárusson skrifar
Gareth Southgate.
Gareth Southgate. vísir/getty
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, telur að velgengni Liverpool í Meistaradeildinni í vetur muni hafa góð áhrif á enska landsliðið í sumar.

 

Liverpool spilar til úrslita í Meistaradeildinni næstu helgi gegn Real Madrid en á leið sinni í úrslitaleikinn hefur Liverpool slegið út Porto, Manchester City og Roma.

 

Southgate vonar að Liverpool vinni næstu helgi því hann telur að sigurtilfinningin muni smitast í enska hópinn.

 

„Við viljum að leikmennirnir okkar séu að spila í þessum stóru leikjum svo þeir fái reynsluna og leikmenn eins og Henderson, Lallana, Chamberlain og Trent hafa allir fengið þessa reynslu síðustu mánuðina.“

 

„Það sama má segja með strákana í Tottenham og Manchester City, þú vilt að þeir séu að spila í þessum stóru leikjum.“

 

„Þú vilt að þeir upplifi það að vinna stóra titla vegna þess að þá vita þeir hversu mikið þarf að leggja á sig, þá vita þeir allt um það hugarfar sem þeir þurfa að hafa og vita að það er hægt að brjótast í gegnum hindranir.“

 

„Þess vegna tel ég að þetta sé frábært fyrir enska knattspyrnu, Liverpool er fulltrúi Englands í úrslitunum. Ég skil það vel að allir stuðningsmenn eru ekki sammála mér, en afhverju ættum við að vilja að Real Madrid vinni, ég skil ekki rökin bakvið það.“

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×