Enski boltinn

Trent: Hef æft í þrettán ár fyrir þennan leik

Dagur Lárusson skrifar
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold. vísir/getty
Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, segist hafa æft sig fyrir úrslit Meistaradeildarinnar í yfir þrettán ár.

 

Trent vann sér inn byrjunarliðssæti hjá Liverpool á þessu tímabili og spilaði stóran þátt í velgegni liðsins í Meistaradeildinni í vetur. Hann segist hafa verið með hugann við svona leiki í langan tíma.

 

 „Ég hef æft í þrettán ár fyrir þessi augnablik, fyrir þessa leiki.“

 

„Þú undirbýrð þig fyrir þetta án þess að vita það. Ég mun halda áfram að leggja hart að mér á næstu dögum til þess að bæta mig og ná ennþá lengra.“

 

„Það er aðalatriðið, að halda áfram að leggja hart að sér, einbeita sér að sjálfum sér og sinni eigin spilamennsku. Ef ég geri það þá eru meiri líkur á því að ég geti komið í veg fyrir það að leyfa Ronaldo að eiga góðan leik.“

 

Gareth Southgate valdi Trent í HM hópinn sinn í vikunni en hann segist ekki hafa búist við því.

 

„Mér leið aldrei eins og ég væri að fara á HM, en ég hef dreymt um að fara á HM einn daginn, eins og líklega allir.“

 


Tengdar fréttir

Southgate: Vona að Liverpool vinni

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, telur að velgengni Liverpool í Meistaradeildinni í vetur muni hafa góð áhrif á enska landsliðið í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×