Fótbolti

Messi er markahrókur Evrópu í fimmta sinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Messi fagnar einu af mörkum sínum í vetur.
Messi fagnar einu af mörkum sínum í vetur. vísir/getty
Þegar deildarkeppni í öllum sterkustu deildum Evrópu er lokið er ljóst að Lionel Messi er markahrókur Evrópu. Messi hlýtur titilinn í fimmta skipti á ferlinum, oftar en nokkur annar hefur gert.

Messi skoraði 34 mörk í spænsku La Liga deildinni í vetur og tryggði sér þar með gullskó Evrópu. Hann er þar með einnig markahrókur spænsku deildarinnar.

Messi hafði betur gegn Mohamed Salah og Harry Kane, Salah setti 32 mörk og Kane 30. Helsti keppinautur hans heima fyrir, Cristiano Ronaldo, náði aðeins 26 mörkum eftir nokkuð hæga byrjun á tímabilinu.

Ciro Immobile og Mauro Icardi skoruðu báðir 29 mörk á tímabilinu en einn maður náði sama markafjölda og Messi. Það var Jonas, framherji Benfica. Portúgalska deildin er hins vegar ekki eins sterk og spænska, enska og ítalska og því hafa mörk hans lægra gildi og Messi ótvíræður handhafi gullskósins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×