Erlent

Með 106 kókaínhylki innvortis

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Konan hafði gleypt 106 kókaínhylki en stærð hylkjanna fylgir ekki sögunni. Mynd tengist fréttinni ekki beint.
Konan hafði gleypt 106 kókaínhylki en stærð hylkjanna fylgir ekki sögunni. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Lögregla á Indlandi náði 106 kókaínhylkjum úr konu sem er talin hafa ætlað að smygla þeim inn í landið.

Konan, sem er 25 ára erlendur ríkisborgari, var handtekin á alþjóðaflugvellinum í Delí þann 14. maí síðastliðinn. Hún hefur dvalið á sjúkrahúsi síðan þar sem henni voru gefin hægðalosandi lyf og eiturlyfin þannig endurheimt.

Í frétt BBC kemur fram að konan hafi innbyrt hylkin í borginni Sao Paulu í Brasílíu og henni hafi verið ætlað að afhenda þau nígerískum ríkisborgara í Delí. Þá er verðmæti efnanna talið  nema rúmum 76 milljónum íslenskra króna.

Lögregluyfirvöld þar í borg tjáðu fjölmiðlum á Indlandi að þau hefðu aldrei náð svo mörgum kókaínhylki úr manneskju. Leit stendur yfir að nígeríska ríkisborgaranum sem konan hafði mælt sér mót við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×