Erlent

Skotinn til bana með hríðskotariffli í Gautaborg

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Morðið var framið í Guldheden-hverfinu í Gautaborg.
Morðið var framið í Guldheden-hverfinu í Gautaborg. Vísir/Getty
Karlmaður var myrtur með vélbyssu í miðborg Gautaborgar í gærkvöldi en sænska lögreglan telur morðið tengjast átökum glæpagengja í borginni.

Lögregla var kölluð út í Guldheden-hverfið í Gautaborg á áttunda tímanum í gærkvöldi að sænskum tíma. Þar reyndist karlmaður á fertugsaldri hafa verið skotinn mörgum sinnum þar sem hann sat í bifreið. Lögregla segir framburð vitna benda til þess að árásarmaðurinn hafi notað hríðskotariffil til ódæðisverksins.

Í frétt sænska ríkissjónvarpsins kemur fram að árásarmaðurinn hafi verið grímuklæddur og þá er morðið talið tengjast átökum glæpagengja í Gautaborg. Því til viðbótar sáust a.m.k. tveir menn aka af vettvangi í bláum bíl en mannanna og bílsins er nú leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×