Golf

Fyrsti PGA sigur Aaron Wise

Einar Sigurvinsson skrifar
Aaron Wise fagnar sínum fyrsta PGA sigri.
Aaron Wise fagnar sínum fyrsta PGA sigri. getty
Hinn 21 árs gamli Aaron Wise vann sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni þegar hann stóði uppi sem sigurvegari á AT&T Byron Nelson mótinu í Dallas.

Á lokahringnum fékk Wise sex fugla og engan skolla. Hann endaði mótið á 23 höggum undir pari sem er nýtt mótsmet.

„Þetta var stórkostlegt, allt sem mig hefur dreymt um. Þetta var frábær dagur fyrir mig og kom vel út. Ég er búinn að vera að hitta boltann stórkostlega alla vikuna og það hélt áfram í dag,“ sagði Wise eftir sigurinn.

Wise var þremur höggum á undan Marc Leishman, sem var í 2. sætinu á 20 höggum undir pari. Jafnir í þriðja sætinu voru þeir Branden Grace, J.J. Spaun og Keith Mitchell á 19 höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×