Sport

Svíar heimsmeistarar í íshokkí

Einar Sigurvinsson skrifar
Svíar lyfta bikarnum í gær.
Svíar lyfta bikarnum í gær. getty
Svíar vörðu heimsmeistaratitilinn í íshokkí með sigri á Sviss eftir vítakeppni. Staðan var jöfn, 2-2, eftir þrjá leikhluta og framlengingu svo grípa þurfti til vítakeppni þar sem Svíar höfðu betur. Mótið fór fram í Danmörku og lauk í gær.

Sviss skoraði fyrsta mark leiksins en skömmu fyrir lok fyrsta leikhluta jöfnuðu Svíar. Í öðrum leikhluta náðu Svisslendingar aftur forystunni, en náðu Svíar að jafna áður en öðrum leikhluta var lokið.

Ekkert mark var skorað í þriðja leikhluta eða framlengingu og fóru liðin því í vítakeppni.

Í vítakeppninni skoruðu Svisslendingar úr sínu fyrsta víti á meðan Svíar nýttu ekki fyrsta vítið sitt. Sviss náði hins vegar ekki að nýta næstu tvö víti sín, annað en Svíar og stóðu þeir því uppi sem heimsmeistarar eftir dramatískan úrslitaleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×