Enski boltinn

Unai Emery að taka við Arsenal

Einar Sigurvinsson skrifar
Emery náði eftirtektarverðum árangri með Sevilla.
Emery náði eftirtektarverðum árangri með Sevilla. vísir/epa
Unai Emery mun taka við af Arsene Wenger sem knattspyrnustjóri Arsenal, en þetta kemur fram á vef BBC.

Unai Emery hætti sem knattspyrnustjóri PSG í lok þessa tímabils, en liðið varð franskur meistari undir hans stjórn í ár. Auk þess vann PSG fjórar bikarkeppnir í Frakklandi á þeim tveimur árum sem Emery stýrði liðinu.

Áður en Emery tók við PSG var hann knattspyrnustjóri Sevilla þar sem hann vann Evrópukeppnina þrjú ár í röð, 2014, 2015 og 2016.

Mikel Arteta, fyrrum fyrirliði Arsenal, hafði verið talinn líklegasti arftaki Wenger en nú lítur út fyrir að af þeirri ráðningu verði ekki.

Talið er að Arsenal muni tilkynna ráðninguna síðar í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×