Fótbolti

Fyrrum sóknarmaður Norwich fer í fjölbragðaglímu

Einar Sigurvinsson skrifar
Grant Holt fagnar marki gegn Manchester City árið 2013.
Grant Holt fagnar marki gegn Manchester City árið 2013. getty
Grant Holt, sem á að baki 80 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Norwich og Aston Villa, hefur skrifað undir samning við bresku fjölbragðaglímusamtökin, World Association of Wrestling (WAW).

Grant Holt lék á ferlinum 575 leiki og skoraði í þeim 169 mörk, en síðast spilaði hann með Barrow AFC í fimmtu efstu deild Englands.

Holt er ekki fyrsti knattspyrnumaðurinn sem reynir fyrir sér í fjölbragðaglímu en fyrrum landsliðsmarkvörður Þýskalands, Tim Wise, gerði slíkt hið sama eftir að ferli sínum lauk.

Fyrsti bardagi Holt verður á næsta ári í ofursýningu World Association of Wrestling, Fightamare 3 Superhow.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×