Enski boltinn

Pellegrini tekinn við West Ham

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pellegrini er kominn til Hamranna
Pellegrini er kominn til Hamranna Mynd/west ham
West Ham gekk í dag frá ráðningu Manuel Pellegrini í stöðu knattspyrnustjóra hjá félaginu.

Argentínumaðurinn yfirgaf stöðu sína hjá Heibei China Fortune um helgina og flaug yfir til Englands til þess að ganga frá ráðningunni. Hann tekur við stöðunni af David Moyes sem fékk ekki framlengingu á sex mánaða samningi sínum hjá félaginu.

Pellegrini er kunnugur ensku úrvalsdeildinni en hann stýrði Manchester City til sigurs í deildinni árið 2014. Þá kom hann liðinu í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrstsa og eina skipti í sögu félagsins.

Hinn 64 ára Pellegrini þurfti að taka á sig launalækkun til þess að snúa aftur til Englands en þrátt fyrir það er talið að hann verði launahæsti stjórinn í sögu West Ham. Samningur hans við West Ham er til þriggja ára.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×