Enski boltinn

Fáðu að vita allt um verðandi stjóra Arsenal | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Unai Emery upplifði hæðir og lægðir með PSG.
Unai Emery upplifði hæðir og lægðir með PSG. vísir/getty
Seinna í vikunni verður tilkynnt að baskinn Unai Emery sé nýr knattspyrnustjóri Arsenal en hann tekur við starfinu af Arsene Wenger sem lét af störfum í lok tímabils eftir 22 ár í starfi.

Emery stýrði síðast PSG til Frakklands- og bikarmeistaratitils en hann vann fimm titla á tveimur árum með Paríssarrisann og þar áður þrjá Evrópudeildartitla í röð með Sevilla.

Emery þykir mikill nákvæmnismaður sem spilar ekki bara eitt kerfi eða beitir einum leikstíl heldur aðlagar hann liðið sitt að hverju verkefni fyrir sig og greinir hvern leik í allt að tíu klukkutíma.

Spænski fótboltasérfræðingurinn Guillem Balagué veit allt um Emery og greindi hugmyndafræði hans og þjálfarastíl í örendir á Youtube-síðu sinni.

Þetta er eitthvað sem stuðningsmenn Arsenal verða að sjá en myndbandið má finna hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×