Enski boltinn

Arsenal sektað fyrir hegðun leikmanna gegn Leicester

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Arsenal hópast að Graham Scott
Leikmenn Arsenal hópast að Graham Scott vísir/getty
Arsenal þarf að greiða 20 þúsund pund í sekt til enksa knattspyrnusambandsins fyrir hegðun leikmanna liðsins í leik gegn Leicester í byrjun mánaðarins.

Leikmenn Arsenal hópuðu sér að dómaranum Graham Scott og mótmæltu vítaspyrnudómi hans seint í leiknum gegn Leicester þann 9. maí sem var næst síðasti leikur liðsins í deildinni. Leicester vann 3-1 sigur.

Í tilkynningu frá enska sambandinu sagði að „Arsenal hefur verið sektað um 20 þúsund pund þar sem leikmenn þeirra hegðuðu sér ekki í samræmi við reglur á 75. mínútu gegn Leicester City 9. maí 2018.“

„Arsenal samþykkti ákæruna en sætti sig ekki við hefðbundna refsingu. Eftir óháða rannsókn var ákveðið að ekki væri um að ræða sérstakar kringumstæður og sektin gefin út.“










Fleiri fréttir

Sjá meira


×