Golf

Bjorn velur varafyrirliða fyrir Ryder bikarinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Thomas Bjorn með bikarinn eftirsótta
Thomas Bjorn með bikarinn eftirsótta vísir/getty
Daninn Thomas Bjorn fer fyrir liði Evrópu í Ryder bikarnum þetta árið. Hann tilkynnti í dag um varafyrirliða sína en hann valdi þá Lee Westwood, Padraig Harrington, Graeme McDowell og Luke Donald.

Evrópska liðið tapaði fyrir tveimur árum síðan 17-11 og reynir því að endurheimta bikarinn frá Bandaríkjamönnum.

Westwood hefur tekið þátt í 10 Ryder bikarkeppnum frá 1997 og var hluti af síðustu sjö sigurliðum Evrópu. McDowell tryggði Evrópu sigurinn 2010 og Donald hefur ekki tapað í þau fjögur skipti sem hann hefur verið hluti af liði Evrópu. Harrington hefur gengt stöðu varafyrirliða tvisvar áður. 

„Þeir eru allir sterkir karakterar og koma með marga mismunandi hluti inn í liðið,“ sagði Bjorn.

Keppnin mun fara fram 28. - 30. setember á Le Golf National vellinum í suðurhluta Parísarborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×