Sport

Ronaldo er frægasta íþróttastjarna heims

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo mætir Liverpool í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á laugardag
Ronaldo mætir Liverpool í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á laugardag vísir/getty
Cristiano Ronaldo er frægasta íþróttastjarna heims samkvæmt samantekt ESPN. Þetta er þriðja árið í röð sem ESPN tekur saman listann og þriðja árið sem Ronaldo toppar hann.

Listinn byggir á hversu oft leitað er eftir íþróttamanninum/konunni á Google, hversu mikils virði styrktarsamningar þeirra séu og hversu margir fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum.

Leitarskor Ronaldo er 100, hann er virði 40 milljón dollara í styrktarsamningum og 121,7 milljón manns fylgjast með honum á hans stærsta samfélagsmiðli. Næstur á eftir kemur LeBron James og Lionel Messi er í þriðja sæti. Þessir þrír hafa verið í þessum sætum öll árin þrjú sem samantekt ESPN hefur verið gerð.

Efsta kona listans er Serena Williams en hún er í 12. sæti. Hún er með 29 í leitarskori, styrktarsamninga upp á 28 milljónir dollara og 10,7 fylgjendur á samfélagsmiðlum.

Listann í heild sinni má nálgast hér, en topp 10 frægustu íþróttamenn heims eru:

1. Cristiano Ronaldo

2. LeBron James

3. Lionel Messi

4. Neymar

5. Roger Federer

6. Tiger Woods

7. Kevin Durant

8. Rafael Nadal

9. Stephen Curry

10. Phil Mickelson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×