Fótbolti

Messi fékk gullskó Evrópu í fimmta sinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lionel Messi fagnar einu af mörkum sínum í vetur.
Lionel Messi fagnar einu af mörkum sínum í vetur. vísir/getty
Lionel Messi er markakóngur Evrópu en hann skoraði 34 mörk fyrir Barcelona í spænsku 1. deildinni á nýliðnu tímabili og fékk fyrir það 64 stig en bestu deildir Evrópu gefa tvö stig fyrir hvert mark.

Þetta er í fimmta sinn á ferlinum og annað árið í röð sem Messi hlýtur gullskóinn sem markahæsti leikmaður efstu deilda í Evrópu en hann fékk gullskóinn fyrst árið 2010, svo tvisvar í röð árin 2012 og 2013 og nú aftur tvisvar í röð.

Þetta er fimmta árið í röð og í tíunda sinn á síðustu ellefu árum sem gullskórinn fer til leikmanns í spænsku 1 deildinni en Luis Suárez fékk verðlaunin árið 2016, Cristiano Ronaldo þrisvar sinnum á þessu tímabili og svo Diego Forlán þegar að hann var leikmaður Atlético Madrid árið 2009.

Mohamed Salah varð í öðru sæti með 32 mörk og 64 stig og Harry Kane þriðji með 30 mörk og 60 stig. Ciro Immobile, leikmaður Lazio, Mauro Icardi, leikmaður Inter og Robert Lewandowski, leikmaður Bayern München, deila fjórða til sjötta sætinu með 29 mörk og 58 stig.

Lionel Messi hefur nú hlotið gullskó Evrópu oftar en nokkur annar en Cristiano Ronaldo er annar með fjóra og næstu menn eru með tvo.

sem fyrr er eini Englendingurinn sem hefur hlotið gullskó Evrópu Kevin Phillips en hann fékk skóinn tímabilið 1999-2000 þegar að hann skoraði 30 mörk fyrir Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×