Fótbolti

Sjöunda deildarmark Hólmberts í níu leikjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmbert í leik með Stjörnunni síðasta sumar.
Hólmbert í leik með Stjörnunni síðasta sumar. vísir/anton
Hólmbert Aron Friðjónsson heldur áfram að skora fyrir Álasund í norsku B-deildinni en hann skoraði annað mark liðsins í 2-0 sigri á Viking í kvöld.

Liðin mættust í toppslag en Aron Elís Þrándarson lagði upp markið fyrir Hólmbert. Þetta var sjöunda mark Hólmberts í níu leikjum en hann gekk í raðir liðsins í haust.

Hólmbert fór af velli í hálfleik, Aron Elís af velli eftir klukkutímaleik en Adam Örn Arnarson spilaði allan leikinn fyrir Viking sem er á toppnum með 23 stig. Viking er fjórum stigum á eftir í öðru sætinu.

Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði Sönderjyske er liðið spilaði sinn síðasta leik í dönsku úrvalsdeildinni þetta tímabilið.

SönderjyskE tapaði 2-0 fyrir AGF á heimavelli í síðari undanúrslitaviðureign liðanna. Liðin börðust um að komast í úrslitaleik við FCK um laust sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

Samanlagt tapaði SönderjyskE einvíginu 4-2 en fyrri leikur liðanna í Árósum fór 2-2. SönderjyskE hefur því spilað sinn síðasta leik þetta tímabilið.

Eggert Gunnþór byrjaði á miðjunni hjá heimamönnum og spilaði allan leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×